Meirihlutinn fallinn á Akranesi

Samkvæmt fyrstu tölum úr kosningunum á Akranesi er meirihluti Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar fallinn. Björt framtíð býður að vísu ekki fram að þessu sinni né heldur VG. Þeir flokkar sem bæta við sig fylgi eru Framsókn og frjálsir (7,9%) og Samfylking (6,72%). Fylgi Sjálfstæðisflokks stendur nánast í stað frá síðustu kosningum, en flokkurinn tapar einum manni.

Þegar talin hafa verið 2894 atkvæði skiptast þau þannig:

D listi Sjálfstæðisflokks 41,15% og 4 menn í bæjarstjórn

S listi Samfylkingar og óháðra 30,62% og 3 menn í bæjarstjórn.

B listi Framsóknarflokks og frjálsra 22,32% og tveir menn í bæjarstjórn

M listi Miðflokksins 5,91% og enginn maður í bæjarstjórn.

 

Þessi niðurstaða er töluvert afgerandi að því leyti að næsti maður inn í bæjarstjórn er Þórður Guðjónsson í 5. sæti D lista, en hann þyrfti 278 atkvæði til að fella Báru Daðadóttur þriðja mann Samfylkingar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir