Framsókn og VG bæta við sig fylgi í Borgarbyggð

Fyrstu tölur hafa nú verið birtar úr sveitarstjórnarkosningunum í Borgarbyggð. Búið er að telja 1090 atkvæði, en á kjörskrá eru 2637. Niðurstaðan er sú að Framsóknarflokkur bætir við sig fylgi, fær þrjá í sveitarstjórn en einungis munar 4 atkvæðum að bæta við sig fjórða manni í sveitarstjórn. Sjálfstæðisflokkur tapar fylgi frá síðustu kosningum en heldur þremur bæjarfulltrúum. Vinstri grænir bæta við sig fylgi frá síðustu kosningum, fá tvo fulltrúa í sveitarstjórn, vinna mann að Samfylkingu sem heldur einum í sveitarstjórn

Fylgi samkvæmt fyrstu tölum:

B listi 36,27%

D listi 27,45%

S listi 13,73%

V listi 22,55%

Líkar þetta

Fleiri fréttir