Flamenco tónleikar Reynis Haukssonar í næstu viku

Reynir Hauksson Flamenco gítarleikari frá Hvanneyri í Borgarfirði heldur af stað í tónleikaferð um Vestur- og Suðvesturland í næstu viku. Fyrstu tónleikar hans verða í Reykholtskirkju og svo verða þrennir aðrir tónleikar í landshlutanum; í Grundarfirði, Akranesi og á Hvanneyri. Reynir býr í Granada á Spáni og starfar þar sem Flamenco gítarleikari en það heyrir til tíðinda að þessi tegundar tónlistar sé flutt á Íslandi. Draumur Reynis er að kynna og tengja þessa mögnuðu list við Ísland og á tónleikunum mun hann flytja þekkt Flamenco verk frá Andalísíu í bland við eigin tónsmíðar.

Tónleikarnir fara fram á eftirtöldum stöðum:

Reykholtskirkju þriðjudaginn 29. maí kl 20:30

Grundarfjarðarkirkju miðvikudaginn 30. maí kl 20:30

Dularfullu Búðinni Akranesi fimmtudaginn 31. maí kl 21:00

Hvanneyri Pub föstudaginn 1. júní kl 21:00

Líkar þetta

Fleiri fréttir