
Ferðablaðið Travel West Iceland komið út
Byrjað er að dreifa hina árlega Ferðablaði Vesturlands, Travel West Iceland 2018-2019, en fyrstu eintökin runnu úr prentsmiðjunni í fyrrakvöld. Það er Skessuhorn ehf. sem gefur blaðið út en að þessu sinni í samstarfi við Markaðsstofu Vesturlands. Blaðið er jafn stórt og á síðasta ári, 116 síður í brotinu A5 og ríkulega myndskreytt. Það er skrifað á ensku og íslensku og hugsað sem gagnleg kynning og leiðarvísir fyrir ferðafólk um landshlutann.
Blaðinu verður á næstu dögum dreift til upplýsingamiðstöðva á Vesturlandi, á höfuðborgarsvæðinu og víða um land. Starfsfólk ferðaþjónustufyrirtækja geta nálgast eintök til að láta liggja frammi hjá sér, hjá Markaðsstofu Vesturlands í Hyrnutorgi í Borgarnesi, eða hjá útgefanda á Kirkjubraut 56 á Akranesi.