Bæjarmálin rædd yfir íslenskri kjötsúpu

Lokasprettur stjórnmálafólks fyrir sveitarstjórnarkosningarnar er nú hafinn, en kjörstaðir verða opnaðir í fyrramálið. Frambjóðendur flokkanna eru nú á ferð og flugi á vinnustöðum, skólum og hvarvetna sem kjósendur leynast. Á kosningaskrifstofu Miðflokksins á Akranesi var í hádeginu í dag boðið upp á íslenska kjötsúpu, en miðstöðin er til húsa á veitingastaðnum Lesbókinni við Akratorg þar sem vertinn, Steinþór Jónsson, skipar sjálfur þriðja sæti á framboðslistanum. Meðfylgjandi mynd var að berast af staðnum. Þar ræðir Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins og Helga K Jónsdóttir oddviti framboðsins fylgist með.

Líkar þetta

Fleiri fréttir