Útskriftir framundan úr framhaldsskólunum

Undir vikulok verða útskriftarathafnir í þremur framhaldsskólum á Vesturlandi. Á morgun, föstudaginn 25. maí klukkan 14:00 verður útskrift í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi og sama dag klukkan 15:00 hefst útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Laugardaginn 26. maí verða nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi og hefst hátíðin á sal skólans klukkan 14:00.

Líkar þetta

Fleiri fréttir