Hópurinn sem mætti til að afhenda undirskriftirnar síðdegis í gær. Ljósm. sm.

Undirskriftalisti afhentur sveitarstjórn Dalabyggðar

Hópur íbúa í Dalabyggð hefur nú safnað undirskriftum meðal kjósenda í sveitarfélaginu. Óskað er eftir íbúakosningu um tillögu Arnarlóns frá 13. maí sl. um kauptilboð í Laugar í Sælingsdal, ásamt því að mótmæla þeirri hugmynd að Dalabyggð láni fyrir hluta af kaupverðinu.

Samkvæmt ummælum Eyjólfs I Bjarnasonar frá Ásgarði, talsmanns hópsins, hafa 43% kjósenda í sveitarfélaginu ritað nafn sitt á áskorunina, en skv. samþykktum Dalabyggðar þarf undirskriftir 30% kjósenda til að óska eftir íbúakosningu.

Var undirskriftunum safnað á rúmum sólarhring og þær síðan afhentar sveitarstjórn fyrir sveitarstjórnarfund sem hófst kl. 16:30. Í kjölfarið var hópnum boðið að sitja fundinn til áheyrnar en fjallað var um málið undir fyrsta lið um sölu eigna.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir