Skólakór hélt tónleika og fór í óvissuferð

Skólakór Snæfellsbæjar hélt vortónleika sína í safnaðarheimili Ingjaldshólskirkju síðastliðinn  fimmtudag. Vel var mætt á tónleikana þar sem kórinn flutti 12 lög. Fékk kórinn góðar viðtökur gesta. Stjórnandi kórsins er Veronica Osterhammer og undirleikari er Nanna Aðalheiður Þórðardóttir. Skólakórinn er nú kominn í sumarfrí að mestu. Hann hélt uppskeruhátíð sína fyrir nokkru þegar kórinn ásamt stjórnanda, undirleikara og nokkrum foreldrum fóru í óvissuferð.  Farið var í Borgarnes þar sem kórinn söng nokkur lög í Borgarneskirkju ásamt Barnakór kirkjunnar sem var heimsóttur. Síðan var farið í sund í Borgarnesi, að því loknu var Latabæjarsafnið skoðað. Áður en haldið var heim var svo borðað í LaColina. Heppnaðist ferðin hin besta og bíða krakkarnir í Skólakór Snæfellsbæjar spennt eftir að hefja æfingar aftur í haust.

Líkar þetta

Fleiri fréttir