Skoða fyrst og kjósa svo – jafnvel á þeim gamla

Búast má við því að meðalaldur bíla sem leið eiga um götur Borgarness að morgni kjördags hækki töluvert. Þá verður árleg skoðun fornbíla framkvæmd hjá Frumherja við Sólbakka frá klukkan 9-12. „Skoða fyrst og kjósa svo – jafnvel á þeim gamla,“ er slagorð fornbílaeigenda af þessu tilefni. Skoðunargjald fyrir fornbíla er 3.400 krónur fyrir hvern bíl fjelagsmanns. „Þeir fornbílaeigendur sem eiga bíla á Samgöngusafninu bera sjálfir ábyrgð á því að færa sína bíla til skoðunar eða að fela það öðrum. Hafizt verður handa við að taka út bíla af safninu kl. 8.00. Skráða fornbíla skal færa til skoðunar annað hvert ár,“ segir í tilkynningu frá Fornbílafjelagi Borgarfjarðar af þessu tilefni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir