Nýr hjúkrunarforstjóri Silfurtúns

Ína Rún Þorleifsdóttir hefur verið ráðin í starf hjúkrunarforstjóra dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns í Búðardal. Hún hefur störf 1. ágúst næstkomandi. Þangað til mun Jóna Helga Magnúsdóttir, hjúkrunarforstjóri Fellsenda, sjá um hjúkrunarstörf á Silfurtúni og Eyþór Jón Gíslason um starfsmannahald og annan rekstur. Þórunn B. Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur annast RAI matið fyrir heimilið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir