Hópurinn fór m.a. í pottana í Kraumu við Deildartunguhver.

Nemendur vinna að verkefninu „Get a Grip“

Nemendur úr Menntaskóla Borgarfjarðar hafa síðustu mánuði unnið að verkefni á vegum Erasmus+ sem ber heitið „Get a Grip.“ Það er unnið í samstarfi við þrjá aðra skóla; Christelijk college Groevenbeek í Ermelo í Hollandi, Institut La Garrotxa í Olot á Spáni og The Gordon Schools í Huntly í Skotlandi. Verkefnið snýr að sjálfbærni. Hver skóli hefur sitt þema og nemendurnir heimsækja hvora aðra og vinna með þemun. Þema Menntaskóla Borgarfjarðar er orka, skólinn frá Hollandi er með vatn, Spánn með mat og Skotland með úrgang.

Sjá nánar Skessuhorn vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir