Guðmundur Smári Guðmundsson framkvæmdastjóri G.Run hf við byggingu Snæfrosts. Ljósm. tfk.

GRun kaupir Snæfrost hf. í Grundarfirði

Útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Guðmundur Runólfsson hf í Grundarfirði hefur fest kaup á Snæfrosti hf sem einnig er staðsett í Grundarfirði. Snæfrost rekur frystihótel við Grundarfjarðarhöfn en fyrirtækið var stofnað í mars 2007. Þá um vorið var hafist handa við að byggja frystiklefa á uppfyllingu við höfnina og var húsið tekið í notkun 9. nóvember 2007. Frystihótelið er 1000 fermertrar að gólffleti, sjö metra lofthæð er í húsinu auk 250 fermetra þjónustubyggingar. Möguleiki er að stækka geymsluna um 1000 fermetra til viðbótar.

Snæfrost hf hefur verið að glíma við rekstrarörðugleika undanfarin misseri en G.Run hf var einn af hluhöfunum í fyrirtækinu. Samþykkt var á hluthafafundi miðvikudaginn 23. maí síðstliðinn að selja fyrirtækið. Það er því ljóst að rekstraröryggi Snæfrosts hf stórbatnar með þessum kaupum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir