Olíutankarnir á Breið teknir niður

Í morgun hófst niðurrif á fjórum olíutönkum sem staðið hafa í áratugi á Breiðinni á Akranesi. Það er endurvinnslufyrirtækið Fura sem annast rifin. Tankarnir hafa lítið verið notaðir um hríð og ekkert eftir að leki kom að lögnum sem tengjast þeim á síðasta ári. Tankarnir eru fimm alls en til stendur að láta þann stærsta og elsta standa áfram, en það er eini tankurinn hér á landi sem er hnoðaður á samskeytum og var reistur um 1930. Hugmyndir hafa verið um að nýta þann tank til tónlistarflutnings.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira