Gengið verður til kosninga á laugardaginn

Gengið verður til sveitarstjórnarkosninga næstkomandi laugardag. Sveitarfélögin sem tilheyra gamla Veturlandskjördæmi eru tíu talsins, en Reykhólahreppur er ellefta sveitarfélagið á starfssvæði Skessuhorns. Í sex þessara sveitarfélaga verður listakosning; Akranesi, Borgarbyggð, Grundarfirði, Hvalfjarðarsveit, Snæfellsbæ og Stykkishólmi. Óhlutbundin kosning verður í Dalabyggð, Eyja- og Miklaholtshreppi, Helgafellssveit, Skorradalshreppi og Reykhólahreppi.

Í þeim sex sveitarfélögum sem boðnir eru fram listar eru samtals 18 framboð. Skessuhorn sendi oddvitum allra þessara framboða skriflegar spurningar sem allir svöruðu góðfúslega. Svör þeirra birtast í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir