Franskir krakkar settu svip sinn á Grundarfjörð

Það var mikið líf og fjör í Grundarfirði í síðustu viku þegar stór hópur franskra ungmenna var í heimsókn. Krakkarnir komu laugardagskvöldið 12. maí og fóru aftur aðfararnótt 19. maí. Krakkarnir voru í gistingu hjá nemendum í 6. 7. og 8. bekk Grunnskóla Grundarfjarðar og voru sum heimili með tvo eða þrjá Frakka í gistingu. Frakkarnir koma allir úr College Chombart de Lauwe í Paimpol en Paimpol er vinabær Grundarfjarðar og hefur verið í allmörg ár. Mikið var brallað hjá krökkunum en meðal annars var farið hringinn í kringum Snæfellsnes, Gullfoss og Geysir voru skoðaðir ásamt því að fara í skoðunarferð um Grundarfjörð. Grundarfjarðarbær bauð öllum í mat eftir skoðunarferðina þar sem skipst var á gjöfum. Síðast voru svona nemendaskipti árið 2015 en þá fóru grundfirskir nemendur til Paimpol og bjuggu inná fjölskyldum þar. Grundapol var stofnað árið 2012 en eftir að það var stofnað hafa tengsl bæjanna styrkst mikið.

Ítarlega er greint frá heimsókninni í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir