Framkvæmdir við viðhald vega. Ljósm. úr safni Vegagerðarinnar.

Framkvæmdir á Vesturlandsvegi

Í dag, miðvikudaginn 23. maí, er verið að fræsa báðar akreinar á Vesturlandsvegi við Leirvogstungu, frá Köldukvísl að Leirvogsá. Annarri akreininni er lokað í einu en umferð er stýrt og aðeins er búist við lítilsháttar umferðartöfum. Áætlað er að vinnan standi yfir til kl. 19:00.

Á morgun, fimmtudaginn 24. maí er stefnt að því að fræsa báðar vinstri akreinar á Sæbraut, frá gatnamótum Kringlumýrarbrautar að gatnamótum við Katrínartún. Annarri akreininni verður lokað í einu og umferð stýrt framhjá. Einnig er stefnt að því að fræsa hægri beygjuakrein frá Sæbraut að Kringlumýrarbraut. – Búast má við lítilsháttar umferðartöfum milli kl. 9:00 og kl. 17:00.

„Vegfarendur eru beðnir að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin sem eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum,“ segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir