Sólvellir í sveitaferð

Eins og tíðkast á vorin þá fara nemendur leikskólans Sólvalla í Grundarfirði í sveitaferðir og komast í kynni við almenn sveitastörf og sveitalífið. Árgangur 2013 var í heimsókn á bænum Kverná við Grundarfjörð þegar ljósmyndari Skessuhorns kíkti við. Þar voru krakkarnir að gefa hestunum og kindunum brauð. Svo var farið og kíkt á lömbin, hænurnar og önnur dýr áður en hópurinn fór aftur á leikskólann reynslunni ríkari.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Góður sigur ÍA

Skagamenn unnu góðan sigur á Stál-úlfi, 126-109, þegar liðin mættust í elleftu umferð í 2. deildar karla í körfuknattleik. Leikið... Lesa meira