
Slysalaus helgi en mikið um hraðakstur
Hvítasunnuhelgin gekk vel fyrir sig í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi. „Að vanda var haldið uppi öflugu eftirliti og ekki urðu alvarleg slys í umdæminu. Allt of margir ökumenn óku þó of hratt, en 242 ökutækjum var ekið of hratt þar sem lögreglumenn voru við hraðamælingar. Sá sem hraðast ók mældist á 128 km hraða,“ segir í frétt LVL.