Skorið út á Akranesi

Undangenginn vetur hefur það verið fastur liður hjá hópi Akurnesinga að hittast og skera út í við. Hefur hópurinn komið saman alla miðvikudagsmorgna í húsnæði Félags eldri borgara á Akranesi og nágrenni og reynt sig við útskurðinn, undir handleiðslu Ásgeirs Samúelssonar og Guðmundar Þorsteinssonar. Námskeiðið er opið öllum 60 ára og eldri en einnig yngra fólki ef þess er óskað.

Hópurinn hittist nýverið í síðasta sinni fyrir sumarfrí. Lokadagur námskeiðsins var með hefðbundnu sniði þar sem skorið var út og samverunnar notið. Sumir voru að byrja á nýjum gripum, aðrir að leggja lokahönd á muni sem þeir hafa unnið að undanfarin misseri. Létu upprennandi útskurðarlistamennirnir vel af námskeiðinu, sögðu leiðsögn þeirra Guðmundar og Ásgeirs góða og útskurð skemmtilega dægradvöl. Allir gætu skorið út sem vildu, hægt væri að fá prýðileg byrjendasett með öllum helstu tréskurðarhnífum sem þarf til að hefjast handa. Þeir sem blaðamaður ræddi við kváðust ætla að halda áfram að skera út sér til ánægju og hugðust taka aftur þátt í námskeiðinu þegar það fer af stað að nýju næsta haust.

Sjá nánar í síðasta Skessuhorni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir