Húsbíll fauk út af

Húsbifreið á suðurleið fauk út af veginum skammt hjá Höfn í Melasveit um kl. 17:30 í dag. Bifreiðin var kyrrstæð eða á mjög lítilli ferð þegar óhappið átti sér stað og töluvert hvasst var á svæðinu. Um tíma var einn farþeganna fastur í braki bifreiðarinnar. Náðist að losa hann og virtist hann ekki alvarlega slasaður, að því er fram kemur í tilkynningu lögreglunnar. Aðrir farþegar voru með eymsli eða óslasaðir. Allir fimm sem í bílnum voru voru fluttir til aðhlynningar á slysadeild HVE á Akranesi. Bifreiðin er mikið skemmd eða ónýt.

Líkar þetta

Fleiri fréttir