Gul viðvörun í landshlutanum

Veðurstofan hefur gefið út að í dag og fram á kvöld er gul viðvörun við Faxaflóa og Breiðafjörð. Á vef Veðurstofunnar segir að við Faxaflóa megi búast við 15-23 m/s til klukkan 21 í kvöld, hvassast í vindstrengjum við fjöll. Á Snæfellsnesi má búast við suðaustan 18-23 m/s, snörpum vindhviðum og erfiðum akstursskilyrðum til klukkan 21 í kvöld fyrir bíla sem taka á sig mikinn vind.

Líkar þetta

Fleiri fréttir