Þannig er nú umhorfs úr sjálfvirkri myndavél Vegaggerðarinnar á Holtavörðuheiði. Veðurvélin á Bröttubrekku er óvirk!

Vetrarfærð á fjallvegum og skert þjónustu á Hvítasunnudag

Hálkublettir eru nú á fjallvegum á Vestfjörðum og þá er t.d. krapi á Holtavörðuheiði og Nesjavallaleið. Þungfært er á Bröttubrekku en unnið að mokstri. Þar hefur þurft að koma ökumönnum til aðstoðar síðan í gær en þeir hafa fest bíla sína á heiðinni.

Vegagerðin vekur athygli á því að allri venjubundinni vetrarþjónustu er lokið vegna hátíðisdagsins í dag og verða vegfarendur því að taka mið af því. „Ekki eru til staðar öll þau tæki og mannskapur til vetrarþjónustu eins og að vetri til sem hefur áhrif á viðbragðstíma þjónustunnar. Nú á komandi helgi verður ekkert ferðaveður fyrir bifreiðar með aftanívagna og t.d. húsbíla vegna hvassviðris og svo er jafnvel gert ráð fyrir því að það gæti slyddað á fjallvegum og því gæti myndast hálka sérstaklega að kvöldi og í morgunsárið,“ segir í tilkynningu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir