Siginn fiskur verkaður um borð

Færeyski línubáturinn Núpur KG kom til hafnar í Ólafsvík í liðinni viku vegna smábilunar í vél. Á meðan viðgerð stóð yfir fóru bátsverjarnir Jögvan og Rasmus að athuga með signa fiskinn sinn en siginn fiskur er einn af þjóðarréttum Færeyinga og þykir bestur sé hann sjósiginn. Greinilega voru þeir félagar himinlifandi með gæðin, þegar Alfons Finnsson hálffæreyskur „frændi þeirra“ smellti mynd á kajanum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir