Sífellt fleiri tengjast ljósleiðara

Nýting á ljósleiðara til heimila þaut upp á síðasta ári þegar ljósleiðaratengdum heimilum fjölgaði um 14.297 eða 33,8%. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) þar sem farið er yfir stöðu og tölur á íslenska fjarskiptamarkaðinum árið 2017. Heimili sem nýta sér koparsamband eða Ljósnet fækkaði um 9.215, sem er 10,9% lækkun milli ára. Af 133.574 heimilum með fast netsamband eru nú 56.649 tengd ljósleiðara alla leið sem er 42,4%. 76.925 heimili eru því enn í koparsambandi. Talið er að um 100.000 heimili hafi átt kost á ljósleiðara í lok ársins 2017. Það þýðir að 56,6% heimila velja sér ljósleiðara þegar þau hafa kost á honum. Þessi nýting er til fyrirmyndar á alþjóðavettvangi og stendur Ísland vel í samanburði við nágrannaþjóðir.

Líkar þetta

Fleiri fréttir