Lífrænt ferskt pasta framleitt á Akranesi

Kaja organic ehf. í samvinnu við Sóknaráætlun Vesturlands kynnir með stolti nýja íslenska framleiðslu; lífrænt ferskt pasta unnið úr Demeter vottaðri Semolinu frá Ítalíu og lífrænum eggjum frá Nesbú en pastað er framleitt á Café Kaju á Akranesi. Pastanu er pakkað í 200 gr neytendaumbúðir sem eru eins umhverfisvænar og hægt er fyrir svona framleiðslu. Notaður er pappabakki í stað plastbakka en enn sem komið er eru ekki til aðrar lausnir en plast þegar kemur að lofttæmingu. Hægt er að nálgast pastað hjá Bændum í bænum, Heilsuhúsinu Kringlunni og Laugarvegi, Hagkaupum, Melabúðinni og Matarbúri Kaju Akranesi.

-fréttatilkynning

Líkar þetta

Fleiri fréttir