Svipmynd frá deginum. Ljósm. af.

Fótboltadagur haldinn í Ólafsvík

Í liðinni viku var haldinn fótboltadagur í Ólafsvík. Margrét Sif Sævarsdóttur formaður Umf. Víkings/Reynis sagði að mikil gleði hafi ríkt á þessum degi. Komu á fimmta hundrað gestir til að skemmta sér og öðrum og var boðið upp á allskonar leiki tengda fótbolta. Margrét Sif sagði í samtali við Skessuhorn að þessi hugmynd kæmi frá HSH. „Þannig er t.d. haldinn körfuboltadagur í Stykkishólmi og blakdagur í Grundarfirði. Okkar hlutverk er að sjá um knattspyrnudaginn,“ sagði Margrét Sif.

Líkar þetta

Fleiri fréttir