Til frambjóðenda vegna greinaskrifa í Skessuhorn í næstu viku

Kosið verður til sveitarstjórna laugardaginn 26. maí. Venju samkvæmt vilja frambjóðendur til sveitarstjórna koma málstað sínum rækilega á framfæri og rita því greinar í Skessuhorn. Þess ber þegar merki. Venju samkvæmt eru þó flestar greinar í blaðinu næst kosningum sem kemur út miðvikudaginn 23. maí. Þar sem Hvítasunnuhelgin fer nú í hönd, er nauðsynlegt að þeir sem vilja fá greinar birtar í næsta blaði skili þeim inn tímanlega, eða í síðasta lagi laugardaginn 19. maí. Senda skal þær inn á netfangið skessuhorn@skessuhorn.is. Mynd af greinarhöfundi þarf að fylgja með. Minnt er á hámarkslengd; ein A4 síða, 12 punkta letur og einfalt línubil.

Líkar þetta

Fleiri fréttir