Unnu verkefni um fiska

Nemendur í 4. bekk Grunnskóla Snæfellsbæjar hafa undanfarið unnið að verkefni um fiska. Verkefni þetta er hluti af átthagafræði sem kennd er við skólann og sagt var ítarlega frá í síðasta Skessuhorni. Fjallað var um um nytjafiska, vinnslu og veiðar. Nemendur bjuggu til kynningar um fiskana og glærukynningar. Krakkarnir fóru í heimsókn á Fiskmarkað Íslands og fræddust um hvað þar færi fram. Einnig heimsóttu þeir Sjávariðjuna og kynntu sér starfsemina þar. Lokapunktur verkefnisins var svo að setja upp fræðslusýningu um fiskana sem þau voru búin að vera að læra um. Fengu þau aðstoð frá sjómönnum á svæðinu við að fá fiska og skeldýr til að hafa á sýningunni. Síðan buðu þau nemendum í 1. til 3. bekk á sýninguna og fræddu þau um fiskana og sýndu þeim.

Líkar þetta

Fleiri fréttir