Venju fremur hvasst, miðað við árstíma, verður í dag og síðan aftur á laugardaginn. Meðfylgjandi er vindaspá klukkan 17. Heimild: Veðurstofa Íslands.

Spáir hvössu síðdegis í dag og aftur á laugardaginn

Veðurstofan bendir á að spáð er vaxandi suðaustanátt, 13-20 m/s síðdegis í dag. Samhliða því verður talsverð rigning og snarpar hviður við fjöll um suðvestanvert landið. Snýst í hægari suðvestanátt vestanlands í kvöld og dregur úr úrkomu. Á morgun er spáð suðvestan 8-13 m/sek á morgun og skúrir eða slydduél vestantil, en léttir til á austanverðu landinu. Hiti 3 til 12 stig, mildast austast. Á laugardaginn gæti hvesst að nýju með suðaustan 15-23 m/sek, hvassast verður hér suðvestanlands. Rigning, talsverð eða mikil verður á sunnanverðu landinu. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast fyrir norðan.

Líkar þetta

Fleiri fréttir