Sigurjón Ernir Sturluson. Ljósm. úr safni.

Fyrstur Íslendinga á HM í utanvegahlaupum

Sigurjón Ernir Sturluson frá Hnúki í Hvalfjarðarsveit kom fyrstur Íslendinga í mark á heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupum sem haldið var á Spáni á laugardag. Þar hljóp hann fyrir Íslands hönd ásamt sjö öðrum hlaupurum.

Hlaupið á Spáni var 88,1 km og hækkunin fimm þúsund metrar. Sigurjón hljóp á 11:23:34 og hafnaði í 119. sæti af 350 keppendum. Aðstæður voru krefjandi, milli 20 og 25 stiga hiti og drakk Sigurjón í kringum tólf lítra af vökva á meðan hlaupinu stóð. Hann var að vonum ánægður að hlaupinu loknu og ritar á Facebook-síðu sína að honum hefði varla getað gengið betur. „Eftir á að hyggja var í raun ekkert sem hefði getað farið mikið betur. Ég var að hlaupa mitt erfiðasta hlaup hingað til og fannst mér ég hafa tæklað það ansi vel og það á heimsmeistaramóti í fjallahlaupum í 20-25 stiga hita,“ skrifar Sigurjón ánægður.

Líkar þetta

Fleiri fréttir