Þerna bar fimm lömbum og alls sautján á fimm árum

Nú er sauðburður í fullum gangi og miklar annir hjá sauðfjárbændum víðsvegar um landið. Á bænum Bakkakoti Stafholtstungum bar ærin Þerna fimm lömbum fyrr í þessari viku og öll þeirra eru við góða heilsu. Þerna er afar frjósöm kind en í þau fimm skipti sem Þerna hefur borið hafa komið samtals 17 lömb. „Við finnum góðar fósturmæður fyrir tvö eða þrjú þessara lamba og Þerna fær að halda hinum hjá sér. Það er alltof mikið fyrir ánna sjálfa að vera með fimm lömb og þá verða lömbin heldur ekki mjög væn í haust,“ segir Sindri Sigurgeirsson í Bakkakoti.

Líkar þetta

Fleiri fréttir