Strætó á ferð við Hvalfjörð.

Réðist á bílstjóra strætisvagns og lét höggin dynja

Farþegi sem tók sér far með Strætó í Borgarnes í morgun lét hendur skipta í átökum við vagnstjóra. Á fréttaveg RUV er greint frá því að farþeginn hafi látið höggin dynja á bílstjóra strætó í morgun þegar reynt hafi verið að vísa honum út úr vagninum í Borgarnesi. Vagnstjórinn var með áverka á höndum eftir átökin og þurfti að leita aðhlynningar læknis. „Farþeginn hafði greitt fyrir far frá Reykjavík í Borgarnes en vildi samt lengra. Þegar það var ekki í boði lét hann hendur skipta. Maðurinn var handtekinn og dvelur nú í fangaklefa í Borgarnesi. Lögreglan segir hann hafa virst í annarlega ástandi,“ segir í frétt RUV um málið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir