Ólafur Helgason formaður Fornbílafjelagsins og Gunnlaugur A Júlíusson sveitarstjóri handsala hér framlengdan leigutíma félagsins í Brákarey. Samningurinn tryggir fjelaginu lengri leigutíma og sameinar í einn samning tvo eldri samninga sem þar með falla úr gildi. Ljósm. jgg.

Ökutæki af öllum gerðum á stórsýningu í Brákarey

Veðurguðirnir léku við hvern sinn fingur á laugardaginn þegar hin árlega stórsýning stórsýning Bifhjólafjelagsins Raftanna og Fornbílafjelags Borgarfjarðar fór fram í Brákarey í Borgarnesi. Fólk streymdi að á mótorhjólum og öðrum farartækjum þannig að alls skiptu ökutækin hundruðum í eyjunni. Á þessu ári var sérstaklega minnst hundrað ára afmæli bílsins í Borgarnesi, en sá bíll sem fyrstur kom í héraðið var af Ford gerð. Söluaðilar settu upp markað í gömlu sláturhússréttinni og mátti þar m.a. sjá dróna, kajaka og sjóbúnað auk varahluta, umboðsaðila fyrir mótorhjól auk ýmissa fleiri. Hjörtur Jónasson sýndi safn sitt í húsnæði Raftanna af breskum hjólum frá 7. og 8. áratugnum.

Við þetta tækifæri var skrifað undir framlengdan leigusamning milli Borgarbyggðar og Fornbílafjelagsins sem tryggir félaginu afnotarétt af mannvirkjum í eyjunni a.m.k til ársins 2035.

Sjá nánar myndskreytta frásögn í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira