Hjónin Trausti Eiríksson og Ása Ólafsdóttir hafa byggt upp ferðaþjónustu á bænum Lækjarkoti í Borgarfirði. Þar er Ása einnig með listagallerí þar sem hún málar fallegar myndir og hér fyrir aftan þau Trausta og Ásu má sjá hluta af þeim málverkum sem Ása hefur gert. Ljósm. arg.

„Okkur líður eins og ætlunin sé að þvinga þetta í gegn fyrir kosningar“

Hjónin Trausti Eiríksson og Ása Ólafsdóttir hafa síðasta áratuginn byggt upp ferðaþjónustu á heimili sínu Lækjarkoti rétt norðan við Borgarnes. Þar bjóða þau upp á gistingu fyrir allt að 100 manns í herbergjum eða smáhýsum. Nú óttast þau að ferðaþjónustunni á bænum sé ógnað vegna fyrirhugaðs skotæfingasvæðis um 1200 metra frá Lækjarkoti. Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur undanfarin ár unnið að því að opnað verði skotæfingasvæði í landi Hamars ofan við Borgarnes. Staðsetningu skotæfingasvæðisins hefur verið mótmælt af mörgum sem nýta svæðið nú þegar eins og hestamönnum, skátum og þeim Trausta og Ásu í Lækjarkoti. Er það tilfinning þeirra Trausta og Ásu að þau séu að tala fyrir tómum eyrum þegar þau tjá sig um málið við sveitarstjórn og að áhyggjur þeirra sem hafa mótmælt staðsetningu skotæfingasvæðisins skipti ekki máli. „Okkur líður eins og ætlunin sé að þvinga þetta í gegn fyrir kosningar, sama hvað það kostar,“ segir Trausti þegar blaðamaður heimsótti þau hjónin fyrir helgi.

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir