„Börn hafa rétt á að taka ákvarðanir um eigin líkama“

Íris Björg Þorvaldsdóttir er ötul baráttukona gegn umskurði drengja og stendur á bak við samtökin Intact Iceland, eða Ósnortið Ísland. Hún safnaði, ásamt Katrínu Sif Sigurgeirsdóttur ljósmóður, undirskriftum frá hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum til styrktar frumvarpi Silju Daggar Gunnarsdóttur; frumvarpinu sem í daglegu tali er kallað umskurðarfrumvarpið. Í frumvarpinu er mælst til þess að sett verði átján ára aldurstakmark á umskurð drengja og ekki verði leyfilegt að umskera drengi án læknisfræðilegrar ástæðu. Hins vegar verði þeim í sjálfvald sett hvað þeir gera eftir átján ára aldur.

Ítarlega er rætt við Írisi Björg í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir