Ærslabelgur væntanlegur í Borgarnes

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti viðauka við fjárhagsáætlun 2018 á fundi sínum á mánudaginn. Meðal þess sem gert er ráð fyrir í viðaukanum eru kaup á svokölluðum ærslabelg fyrir 2,5 milljónir króna. Verður belgnum komið fyrir í Borgarnesi. Ærslabelgir eru uppblásnir, niðurgrafnir belgir, leiktæki sem börn á öllum aldri geta hoppað á eins og trampólíni. Hefur slíkum belgjum verið komið fyrir víða um land, meðal annars í Stykkishólmi á síðasta ári og þá hefur lengi verið ærslabelgur á Húsafelli.

Meðfylgjandi mynd er frá vígslu ærslabelgs í Stykkishólmi síðastliðið haust.

Líkar þetta

Fleiri fréttir