Veitur opna nýja hreinsistöð á Akranesi

Á morgun, miðvikudaginn 16. maí, taka Veitur í notkun nýja hreinsistöð á Akranesi. Er öllum Akurnesingum boðið af því tilefni í heimsókn að Ægisbraut 31 frá klukkan 16-18. Þar munu Inga Dóra Hrólfsdóttir framkvæmdastjóri Veitna og Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri ávarpa samkomuna og að því loknu verður gestum boðið að skoða stöðina og þiggja veitingar. „Með nýju hreinsistöðinni leggjum við okkar af mörkum í umhverfismálum með bættir fráveitu,“ segir í tilkynningu frá Veitum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir