Telja að ákvörðun sýslumanns muni hafa áhrif á kjörsókn

Á heimasíðu L-lista Samstöðu í Grundarfirði er nú greint frá því að framboðið hafi fengið margar fyrirspurnir varðandi það að ekki er hægt að kjósa utan kjörfundar í Grundarfirði. „Bæjarstjóri hefur fengið þau svör frá dómsmálaráðuneytinu, eftir að hafa mótmælt þessu eina ferðina enn, að sýslumaður hafi lokavald. Þetta er því algjörlega ákvörðun sýslumannsins á Vesturlandi að sniðganga Grundarfjörð og bjóða einungis upp á þjónustuna í Snæfellsbæ og í Stykkishólmi,“ segir í frétt L-listans. „Við mótmælum þessu harðlega og skorum á sýslumanninn að tilnefna hér kjörstjóra og trúnaðarmenn til þess að halda utan um utankjörfundaratkvæðagreiðslu. Það er augljóst mál að ef þjónustan verður ekki í boði hér muni það hafa mikil áhrif á kjörsókn.“

Líkar þetta

Fleiri fréttir