Sveitarstjórn samþykkti auglýsingu vegna skotæfingasvæðis

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum í gær að setja í auglýsingaferli tillögur að breytingu á deiliskipulagi og aðalskipulagi Borgarbyggðar sem gerir ráð fyrir að heimila skotæfingasvæði í landi Hamars, ofan við Borgarnes. Sveitarstjórn staðfestu þannig afgreiðslu umhverfis,- skipulags- og landbúnaðarnefndar frá því í síðustu viku. Sveitarstjórn samþykkti með sjö atkvæðum gegn tveimur þessa niðurstöðu málsins, sem vissulega er með þeim umdeildari síðari ár. Eftir að lýsing að skipulaginu hafði verið auglýst mótmæltu 123 einstaklingar skipulagsbreytingunni með formlegum hætti, bæði einstaklingar, félagasamtök og aðrir hagsmunaaðilar.

Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir að breyta landnotkun 16,7 ha svæðis í landi Hamars úr landbúnaði í opið svæði til sérstakra nota. Gert er ráð fyrir sjö bílastæðum, félagshúsi, skeetvelli, riffilbraut og göngustíg frá bílastæði að skeetvelli og meðfram riffilbraut. Þá verður ný reið- og gönguleið lögð 400 m sunnan við væntanlegt skotæfingasvæði. Nýr aðkomuvegur verður lagður að svæðinu, frá Bjarnhólum sunnan efnistökusvæðis og verður samnýttir með núverandi reið- og gönguleið. Breytingin er ekki háð umhverfismati skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir