
Súpufundir Sjálfstæðisflokksins á Akranesi
Í vikunni hefjast opnir súpufundir Sjálfstæðisflokksins á Akranesi. Tilgangur fundanna er létt spjall við bæjarbúa og kynna um leið helstu málefni flokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar.
Súpufundirnir hefjast stundvíslega klukkan 12 á hádegi á Gamla Kaupfélaginu að Kirkjubraut 11.
Dagskrá:
16. maí – Þórður Guðjónsson, frambjóðandi ræðir framtíðaruppbyggingu við Jaðarsbakka
17. maí – Gestur Pétursson, forstjóri Elkem ræðir framtíðaruppbyggingu á Grundartanga ásamt atvinnutækifærum kvenna
22. maí – Jón Gunnarsson, þingmaður og fyrrum samgönguráðherra ræðir samgöngumál á breiðum grunni
23. maí – Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra ræða áskoranir næsta kjörtímabils.
Allir velkomnir.
-fréttatilkynning