Ólíklegt að allir nái tólf veiðidögum í maí

Góður afli hefur verið á strandveiðum það sem er af mánuði, en miklar frátafir hafa verið vegna veðurs á svæði A, sem nær frá Snæfellsnesi og norður um til Súðavíkur. Nú er talið líklegt að margir nái ekki dögunum tólf sem úthlutað var fyrir þennan mánuð til strandveiða. En þrátt fyrir ótíð lætur Magnús Guðni Emanúelsson veður og vinda ekki stoppa sig frá veiðunum. Hann rær á Oliver SH frá Ólafsvík. Á meðfylgjandi mynd er hann að innbyrða einn vænan þorsk.

Líkar þetta

Fleiri fréttir