Afsláttarmiðinn í Bauluna sem fylgir meintri ólöglegri gjaldheimtu á bílastæði við Hraunfossa.

Bílastæðagjald við Hraunfossa gefur afslátt í Bauluna

Þeir sem keypt hafa aðgang að bílastæðum við Hraunfossa í Borgarfirði, eftir að meint ólögleg innheimta bílastæðagjalds hófst þar í morgun, fá afhentan miða sem gefur afslátt ef verslað er í Baulunni í Stafholtstungum. Á miðanum er sýnd leiðarlýsing frá Hraunfossum, um malarveg Hvítársíðu og að Baulunni. Handhafar miðans geta fengið frían kaffibolla í Baulunni og 5% afslátt af vörum í versluninni.

Snorri Jóhannesson veitingamaður við Hraunfossa er afar ósáttur við þetta háttarlag Guðlaugs Magnússonar en hann rekur Bauluna ásamt því að vera leigutaki landskikans Hraunsáss II sem á land að Hraunfossum. „Eftir að þeir hófu fyrirvaralaust meinta ólöglega gjaldtöku í morgun höfum við engin viðskipti fengið á veitingastað okkar. Ég lít því á þetta framferði Baulueigandans sem stríðsyfirlýsingu við okkur sem erum hér að reyna að byggja upp heiðarlega atvinnustarfsemi. Við munum svara þessu rétt eins og aðrir myndu gera ef ráðist yrði á þá með sambærilegum hætti,“ sagði Snorri í samtali við Skessuhorn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir