Álfurinn valinn í byrjunarliðið

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari, Helgi Kolviðarson aðstoðarlandsliðsþjálfari og Guðmundur Hreiðarsson markmannsþjálfari keyptu fyrsta álfinn í álfasölu SÁÁ sem hefst í dag. Það voru Kolfinna, Dóróthea og Embla Margrét sem sáu um söluna en álfurinn í ár er í landsliðslitunum í tilefni af þátttöku Íslands í HM í Rússlandi.

Álfasalan stendur fram á sunnudag en hún er stærsta fjáröflunarverkefni SÁÁ ár hvert. „Frá upphafi hefur samfélagið tekið álfinum opnum örmum og hafa tekjurnar skipt sköpum í þjónustu við ungt fólk. SÁÁ hvetur Íslendinga til að halda áfram að kaupa álfinn og stuðla þannig að því að ungt fólk geti náð bata og orðið virkir þátttakendur í samfélaginu,“ segir í tilkynningu frá SÁÁ.

Líkar þetta

Fleiri fréttir