Akranesferjan siglir ekki í sumar

Sæferðir munu ekki sigla milli Akraness og Reykjavíkur á komandi sumri. Í tilkynningu fyrirtækisins segir að ekki hafi tekist að fá hentuga ferju sem uppfyllir kröfur yfirvalda á Íslandi um slíkar siglingar.

Sem kunnugt er stóð fyrirtækið fyrir áætlanasiglingum yfir Faxaflóann síðasta sumar. Um var að ræða tilraunaverkefni í samvinnu við Akraneskaupstað og Reykjavíkurborg. Var leigð ferja erlendis frá til siglinganna. Fyrsta ferðin var farin um miðjan júnímánuð og siglt var fram yfir miðjan nóvember. Akraneskaupstaður, Reykjavíkurborg og Sæferðir höfðu líst áhuga á því að halda siglingum áfram. Nú er hins vegar ljóst að ekkert verður af þeim þetta sumarið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira