Slökkvilið kallað út í kvöld

Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar var á ellefta tímanum í kvöld kallað út vegna elds í raðhússíbúð við Beykiskóga á Akranesi. Brunaviðvörunarkerfi í íbúðinni hafði gert nágrönnum viðvart en íbúðin var mannlaus. Nágranni brást skjótt við, komst inn í íbúðina og slökkti með handslökkvitæki eld sem kraumað hafði í skreytingu á granítplötu. Tjón af völdum elds er óverulegt en töluverður reykur var í íbúðinni. Slökkvilið reykræsti húsið og er störfum á vettvangi nú lokið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir