Háskólalestin heillaði unga fólkið

Í gærdag var Háskólalestin á ferðinni í Borgarnesi. Í Hjálmakletti var haldin vísindaveisla þar sem gestir gátu spreytt sig á allskyns þrautum, tækjum og tólum. Meðal þess sem boðið verður upp á var speglagaldur, leikir með efni, ljós og hljóð, undarlegar fornleifar og margt fleira. Þegar ljósmyndari Skessuhorns leit við voru dágóður hópur af ungu og áhugasömu fólki að kynna sér það sem í boði var.

Þetta er áttunda árið í röð sem Háskólalestin fer um landið. Á þeim tíma hafa á fjórða tug sveitarfélaga verið heimsótt um allt land og boðið upp á lifandi og skemmtilega vísindamiðlun fyrir alla aldurshópa. Tilgangurinn er að auka áhuga fyrir nám á sviði tækni og vísinda.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira