Opnuðu pólskt bókasafn í kassa á heimili sínu í Ólafsvík

Hjónin Agnieszka og Marek Imgront hafa komið upp litlu bókasafni með pólskum bókum á heimili sínu í Ólafsvík. Hugmyndina af safninu má rekja til þess að fyrir fjórum árum stofnuðu þau hjónin hóp fyrir pólsk börn og foreldra þeirra í Ólafsvík, en þar búa margir Pólverjar. Hópurinn hittist reglulega til að gera eitthvað saman eins og að spila, föndra, fara í lautarferðir og lesa bækur. „Á einum fundi hjá hópnum bað ein móðir tveggja drengja um pólskar bækur fyrir fullorðna og þar kviknaði þessi hugmynd. Þetta byrjaði allt með einum litlum kassa af bókum,“ segir Agnieszka og bætir því við að safnið hefur fengið nafnið Bókasafn í kassann.

Nánar má lesa um pólska bókasafnið í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir