Kolmunnavinnsla hafin á Akranesi

Vinnsla á kolmunna hófst fyrr í vikunni í fiskimjölsverksmiðju HB Granda á Akranesi eftir að Víkingur AK landaði þar um 2.600 tonnum. Aflinn fékkst á miðunum suðvestan við Færeyjar. Víkingur hélt strax að nýju á veiðislóð, í sína fimmtu ferð á Færeyjamið, en siglingin er nokkuð löng. Albert Sveinsson skipstjóri á Víkingi segir að veiðin hafi verið jöfn og góð að undanförnu en búið er að landa um tíu þúsund tonnum úr fjórum veiðiferðum. Sagði hann í samtali við vef HB Granda að skipin hefðu verið að fá þetta fjögur til fimm hundruð tonna höl eftir sex til átta tíma.

Líkar þetta

Fleiri fréttir