Ferðasaga nemenda í Grunnskóla Borgarfjarðar til Danmerkur

„Það var fyrir réttu ári síðan á föstudagsmorgni að nemendur Grunnskóla Borgarfjarðar kvöddu nýfundna vini sína frá Eistlandi og Danmörku. Það var eftir fyrstu heimsókn af þremur í tveggja ára samvinnuverkefni okkar. Verkefnið heitir The Voice og er styrkt af Nordplus Junior. Verkefni sem þetta gefur nemendum tækifæri á að vinna með jafnöldrum sínum í öðrum löndum, læra að skilja menningarmun og kynnast mun á daglegu lífi í þeim löndum sem samvinnan nær yfir. Að sjálfsögðu eflir slíkt verkefni einnig tungumálakunnáttu og færni. Þetta verkefni byggði alfarið á sameiginlegu erlendu máli, enskri tungu.

Verkefnið sjálft snýst um að vera þátttakandi í eigin samfélagi og höfum við lagt áherslu á vinnu með heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna núna í vetur ásamt því taka þátt í samfélaginu í báðum þátttökulöndunum sem eru með okkur í verkefninu. Við heimsóttum sem sagt Eistland síðastliðið haust þar sem unnið var með hugtökin heilbrigði/óheilbrigði. Sú heimsókn var ákaflega áhugaverð og mun eflaust seint líða nemendum úr minni. Þar kynntumst við m.a. því að hluti eistnesku þátttakendanna búa á munaðarleysingahæli sem er rekið í nærliggjandi byggingu nálægt skólanum. Matarmenning var einnig mjög frábrugðin því sem við eigum að venjast hérlendis og tókust nemendur á við að borða sérkennilegan þjóðlegan mat þeirra Eistlendinga. Eftir að hafa kynnst þessari gjörólíku menningu Balkanþjóðar á einni vinnuviku, héldu sáttir nemendur heim til Íslands þar sem vinnunni var haldið áfram yfir veturinn og áherslan lögð á heimsmarkmiðin.“

Sjá nánar myndskreytta frásögn kennaranna Þóru Geirlaugar Bjartmarsdóttur og Ásu Erlingsdóttur í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir