MC Ísbjörn fyrir miðju ásamt þeim Jóa P og Króla. Ljósm. List án landamæra.

MC Ísbjörn opnaði List án landamæra

Listahátíðin List án landamæra hófst í Reykjavík síðastliðinn fimmtudag, 3. maí og stendur hún yfir til næsta sunnudags. Hátíðinni er ætlað að fagna fjölbreytileika mannlífsins. Hún var fyrst haldin 2003 á Evrópuári fatlaðra og hefur verið haldin á hverju ári síðan þá.

Fjölmargir listamenn stíga á stokk á hátíðinni. Einn þeirra er Sindri Víðir Einarsson frá Fremri-Gufudal í Reykhólahreppi, en hann kemur fram undir listamannsnafninu MC Ísbjörn. Lét hann rímurnar flæða á opnunarhátíð Listar án Landamæra í Ráðhúsi Reykjavíkur ásamt rappdúettinum Jóa P og Króla.

Líkar þetta

Fleiri fréttir